Vísir

Mest lesið á Vísi



Fréttamynd

Reginn aftur­kallar samrunatilkynningu við Eik

Stjórn Regins hefur ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu félagsins, sem send var inn til Samkeppniseftirlitsins í september í fyrra, vegna fyrirhugaðs samruna félagsins og Eikar fasteignafélags. Samhliða hyggst Reginn óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu tilboði félagsins í allt hlutafé Eikar

Viðskipti innlent

Fréttamynd

Auð­veld­ar­a að byggj­a ol­í­u­knú­in ork­u­ver en um­hverf­is­væn

Rammaáætlun „þverbrýtur“ ítrekað stjórnsýslulög vegna málshraða. Afleiðingarnar eru meðal annars að auðveldara er að byggja olíuknúin orkuver á Íslandi en umhverfisvæn því þau nýta ekki innlendar auðlindir, segir framkvæmdastjóri StormOrku. Landsvirkjun vekur athygli á að nýleg löggjöf Evrópusambandsins á sviði endurnýjanlegrar orku geri ráð fyrir að leyfisveitingaferli endurnýjanlegrar orkuvinnslu skuli að hámarki taka tvö ár en hún hefur ekki verið innleidd að fullu hérlendis.

Innherji

Fréttamynd

Bíllinn leggur meðan ég fæ mér drykk - smart #3 reynslu­akstur

„Vá, hvað hann er flottur,“ hugsaði ég strax. Straumlínulagaður og glansandi, hvít leðursæti, hárauð öryggisbelti, ég varð næstum því feimin, eins og ég hefði mætt í partý þar sem allir væru miklu yngri en ég. Meira að segja grafíkin á skjánum í mælaborðinu var „ung og hress“. smart #3, flunkunýi lúxusrafbíllinn úr smiðju Mercedes-Benz er sannarlega sportleg týpa. Hann er kominn til landsins og ég fékk að prófa.

Samstarf